VÖRUR
Vöruflokkar
Unglinga námskeið – Albúm
Námskeið ein kvöldstund frá 19:30 til 23:00 eða einn dagur frá 13:00 til 16:30 (mjög líklega hægt að vera lengur í báðum tilfellum)
Námskeiðið kostar 12.000 kr og Innifalið er kennsla, albúm, lím rúlla og pappírspakkning frá stamperia að eigin vali (pakkningin er 10 arkir).
Markmið námskeiðsins er að fá leiðsögn og hjálp við að byrja albúmið, hægt að komast ansi langt á einu kvöldi en að sjálfsögðu er ekki hægt að klára heilt albúm.
Aðstaða er á staðnum til að nota skera og fleira.
Dagsetningar í boði eru samkomulag, ég er ekki í neinni annarri vinnu svo flestar dagsetningar koma til greina, best er að vinkonur hópi sig saman í eitt námskeið.
Pláss fyrir lágmark 2 og hámark 5 , ef þú hefur enga vini til að fara með á námskeiði þá geturu sett í athugasemd við greiðslu, vil vera sett á biðlista þegar lágmarksfjöldi bókast.
Setjið tíma (dag eða kvöld) og dagsetningu í athugasemd þegar þið borgið eða sendið mér skilaboð á einhverjum miðli eða emaili (harpa@homemade.is).
ATH: það sem námskeiðið er heima hjá mér er ágætt að taka fram að ég á 3 hunda og 1 kött.
kr. 12.000