UM OKKUR

Harpa Snjólaug Lúthersdóttir

Eigandi homemade.is

Með þessari verslun langar mig að auka við það úrval sem í boði er á íslandi, þó með áheyrslu á skrapp (pappírsföndur) það er að segja albúma gerð, hvort sem það eru gerðar síður í plöst eða búin til albúm alveg frá grunni.
Pappírsúrval á íslandi hefur undanfarin ár verið lélegt að mínu mati og langaði mig að bæta úr því. Margar föndurverslanir erlendis rukka aukalega fyrir sendingu á pappír og plássfrekum vörum því fannst mér tilvalið að gera þessa vörur aðgengilegri og ódýrari þegar uppi er staðið fyrir okkur skrappara á íslandi.

 Jafnt og þétt hefur úrvalið aukist. Þetta er bara byrjunin og að sjálfsögðu tek ég við ábendingum ef áhugi er fyrir einhverjum ákveðnum vörum. Ég vona að með tíð og tíma að úrvalið hjá mér stækki og þannig höfðað til breiðari hóps viðskiptavina, en til þess þarf ykkur viðskiptavini.  Ég vona því að þið takið vel í þetta framtak og veljið að versla á íslandi.

Ég vil vera í svipuðum eða ódýrari verðflokki en ef pantað er erlendis frá, sé lagt saman við sending, tollar og gjöld. Ég vil getað verið við hendina þegar fólki vantar vörur með litlum fyrirvara (það má vera að kvöldi til, ef ég svara skilaboðum á facebook þá er ég vakandi, ef ég er vakandi, þá má koma að versla, þannig virkar þetta hjá mér), ég þekki það nefninlega að hafa strax veikina eða full set syndrom.
Eins ef að fólki finnst óþægilegt að versla á netinu, þá er velkomið að kíkja við og fá að skoða vörurnar. Ég er með vef posa hérna heima og alltaf heitt á könnunni.